Hreint út sagt

Ég lét renna í baðið í gær. Eins á alltaf þá stillti ég hitann á nákvæmlega 40,2°C eins og hún mamma mín kenndi mér þegar ég var yngri. Þá var bara eitt baðkar á heimilinu og það þurftu því allir að deila því. Vikulegi vatnsskammturinn var nóg fyrir okkur fjöskylduna ef að við notuðum öll sama baðvatnið. Fyrst fór hann pabbi við 43,7°C og síðan elsti bróðir minn við 42,3°C. Síðan var komið að mér og honum Alfreð frænda mínum, við fórum jú alltaf saman við tveir félagarnir við 40,2°C. Það var nógu ægilega gaman hjá okkur í baði. Við lékum okkur eins og froskar: alltaf að syngja ný mökunarköll. Við góluðum og spóluðum,klikka og kalla með hökuna á kafi og hálsinn þaninn til þess að hljóðið berist sem lengst.

Hann Alfreð frændi lést núna á fimmtudaginn þegar hann rann og datt á sundlaugabakkanum. Hann var svo duglegur og iðinn við mökunarköllin sín en hann hefur sennilega gleymt sér eitthvað því hann skriplaði á skötu og féll.

Nú sit ég hérna við tölvuvélina með fésbókina opna, hörundið mitt rautt og heitt eftir baðið. Ég prófaði mín eigin mökunarköll áðan, svona til þess að rifja upp gamlar stundir með honum Alfreð. Ég sakna hans ótrúlega.

En nú er nóg komið af þvaðri og blaðri.

Guð geymi ykkur sálin mín.

Yðar einlægi,

Undirritaður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband